Kæra þú, 


Hér koma allar þær upplýsingar sem þú þarft til að bóka tíma hjá Auði Ýr. 
Vinsamlegast lestu vandlega yfir allt saman. Fyrirfram þakkir! 

HVERNIG VIRKAR ÞETTA?

Sendu okkur þá hugmynd sem þú ert með og einnig pælingar um stærð og staðsetningu á tattooinu

Ef þú ert ekki alveg viss eða vilt fá Auði til að breyta/teikna fyrir þig, þá er það líka í lagi. En allar myndir og pælingar, hjálpa okkur að betur circa þann tíma sem bóka þarf fyrir verkið.

Við bókum nægan tíma fyrir þig og Auði til að ræða og útfæra hugmyndina. Auður teiknar hana svo upp með þig á staðnum og býr til stencil sem hægt er að máta á líkamann. Það er svo hægt að prufa mismunandi stærðir og staðsetningar þangað til að þú ert sátt/-ur. 

Athugið: Auður teiknar ekki, né sendir pælingar fyrir tímann. 

Að því sögðu, þá neyðum við engan til að fá sér tattoo eða borga neitt ef þú skildir hætta við. 
Það má hætta við :) 

 

ALDURSTAKMARK

18 ÁRA  - þrátt fyrir samþykki foreldris. 

 

VERÐBIL

Upphafsgjald: 15.000 kr.

Lítið húðflúr: (minna en lófastærð) 15 - 25 000 kr

Miðstærðar húðflúr: (Lófastærð +) 25 - 40 000 ISK

Stórt húðflúr:  frá 40 000 ISK + (flúr sem tekur lengra en 2 tíma )
 

* Athugið: eftir fyrstu 2 tímanna greiðist klukkustundargjald 20.000 ISK. á tímann

 

KORT EÐA PENINGAR?

Aðeins reiðufé, takk.

 

HVAÐA TÍMAR ERU Í BOÐI?

Mánudag - fimmtudaga frá 10:00 til 17:00. 


Því miður, bókum við ekki föstudaga, laugardaga eða sunnudaga
Athugið: Við bókum ekki max. 2 mánuði fram í tímann.

 

HVAR ER AUÐUR AÐ FLÚRA?
Íslenska Húðflúrsstofan, Ingólfstræti 3, 2 hæð. 

 

Það sem við þurfum frá þér til þess að geta bókað tíma:

- Nafn og símanúmer
- Hugmynd, stærð og staðsetning

- Tími sem hentar þér

 

Hlökkum til að heyra frá þér , aftur ! 

Bestu kveðjur // best wishes, 
Dominique
PA Auður Ýr Tattoo